Erlent

NSA hleraði fyrrum kanslara Þýskalands

Bjarki Ármannsson skrifar
Gerard Schröder var kanslari Þýskalands frá 1998 til 2005.
Gerard Schröder var kanslari Þýskalands frá 1998 til 2005. Vísir/AFP
Þýskir fjölmiðlar fullyrtu fyrr í kvöld að sími Gerard Schröder, kanslara Þýskalands frá 1998 til 2005, hafi verið hleraður af bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, NSA, vegna andstöðu Schröder við stríðið í Írak.

Það eru miðillinn Süddeutschen Zeitung og þýska ríkissjónvarpið sem greina frá þessu. Ef satt reynist, þýðir þetta að Angela Merkel hafi ekki verið fyrsti leiðtogi Þýskalands sem bandaríska ríkisstjórnin njósnar um.

„Á þeim tíma hefði ég ekki trúað að bandarískar leyniþjónustur væru að hlusta á mig,“ sagði Schröder eftir að hafa heyrt fréttirnar. „Ég trúi því hinsvegar í dag.“

Sími kanslarans fyrrverandi á að hafa verið hleraður árið 2002, til að komast að því hvort Þjóðverjar myndu styðja Bandaríkjamenn í fyrirhuguðu Írakstríði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×