Erlent

NASA skapar kaldasta punkt alheimsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Geimganga við alþjóðlegu geimstöðina.
Geimganga við alþjóðlegu geimstöðina. Vísir/AP
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur nú í hyggju að skapa kaldasta punkt í hinum þekkta alheimi um borð í alþjóðlegu geimstöðinni. Stefnan er sett á að byggja hálfgerðan kæliskáp fyrir atóm sem tilbúinn verður árið 2016.

Stofnunin hyggst rannsaka Bose-Einstein döggina svokölluðu, en til þess ætla vísindamenn við stofnunina sér að skapa hitastig sem nemur um 100 Pico-Kelvin. Það hitastig er ekki nema um 1/10.000.000.000 hluta úr gráðu yfir alkuli. 

Þyngdarleysið um borð í geimstöðinni mun gera vísindamönnunum auðveldara fyrir að grannskoða Bose-Einstein döggina, en fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur er hér fyrir neðan að finna kynningarmyndband frá geimferðastofnuninni: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×