Erlent

Kisan Kjötbolla vegur 36 pund

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Kjötbolla er alltof þung.
Kjötbolla er alltof þung.
Kisan Kjötbolla ber nafn með rentu. Hún hefur nú verið send í megrun; læðan vegur rúm 16 kílógrömm en ætti að vera um fimm og hálft kíló. Semsagt, kisan er alltof þung.

„Ég hef aldrei séð svona feitan kött,“ segir Melissa Gable, starfsmaður dýraspítala í Arizonaríki í Bandaríkjunum. Hún mun hafa köttinn í sinni umsjá næstu vikur.

„Fyrrum eigandi hennar segist hafa fengið hana fyrir sex mánuðum og þá hafi hún verið svona feit. Síðan þá segist hann hafa reynt að minnka matarskammtana hennar og fækka hiteiningum til muna. Líklega hefur henni verið gefið of mikið af mannamat,“ segir Melissa. Eigandi Kjötbollu hefur nú gefið hana frá sér.

Kisan mun verða sett í stífa megrun á næstu vikum og vonast er til að úthald hennar aukist jafnt og þétt. Hún getur aðeins tekið fáein skref áður en hún þarf að leggjast aftur niður uppgefin.

Að megrun lokinni mun fólki standa til boða að taka Kjötbollu að sér. Vonandi munu nýir eigendur stilla hitaeiningunum í hóf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×