Erlent

Öflugur skjálfti á Kefalóníu

Skálftar hafa verið tíðir á Kefalóníu síðustu vikuna.
Skálftar hafa verið tíðir á Kefalóníu síðustu vikuna. Vísir/AP
Jarðskjálfti reið yfir grísku eyjuna Kefalonia snemma í morgun og mældist hann á bilinu 5,7 til 6,1 stig. Eyjaskeggjar þustu út á götur í ofboði en aðeins er rúm vika liðin frá því svipaður skjálfti reið yfir og skemmdi nokkrar byggingar.

Yfirvöld segja að tíu manns hafi slasast lítillega í skjálftanum í morgun og þá urðu skemmdir á vegum og raflínum á eyjunni. Fjöldi smærri skjálfta hefur riðið yfir svæðið undanfarna viku og hafa skólar meðal annars verið lokaðir vegna ástandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×