Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2014 19:53 Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrír fjórðu landsmanna vill að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Fjörtíu og níu prósent er hins vegar andvíg inngöngu Íslands í sambandið. Niðurstöður nýrrar könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins um afstöðu landsmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið voru kynntar í nýjum þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun, á Stöð 2 í dag. 74,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að greidd verði atkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en 25,4 prósent vilja það ekki. Konur eru heldur hlyntari atkvæðagreiðslunni, eða 77 prósent borið saman við 72 prósent karla, en 28 prósent þeirra vilja ekki slíka atkvæðagreiðslu og 23 prósent kvenna vilja það ekki heldur. 65 til 85 prósent stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna vilja að kosið verði um viðræðurnar næsta vor. 85, prósent þeirra sem myndu kjósa Bjarta framtíð, 69 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, 65 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 81 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 66 prósent kjósenda Vinstri grænna og 84 prósent kjósenda Pírada.Stuðningurinn við atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna er svipaður eftir kjördæmum. Hann er 78 prósent í Reykjavík, 74 prósent í Norðvesturkjördæmi, 79 prósent í Norðausturkjördæmi, 67 prósent í Suðurkjördæmi þar sem hann er minnstur og 71 prósent í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri.En þótt mikill meirihluti sé hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um framhald viðræðna, eru aðeins 26 prósent hlynt aðild að Evrópusambandinu nú þegar, en anstæðingar aðildar sem lengst af hafa verið töluvert yfir helmingi kjósenda, eru nú í 49 prósentum og er afstaða kynjanna nokkuð jöfn.Stuðningurinn við aðild er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 10 prósent, 19 prósent Framsóknarmanna styðja aðild, 48 prósent kjósneda Bjartrar framtíðar, 58 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 20 prósent kjósenda Vinstri grænna og 47 prósent kjósenda Pírata vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Mín skoðun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrír fjórðu landsmanna vill að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Fjörtíu og níu prósent er hins vegar andvíg inngöngu Íslands í sambandið. Niðurstöður nýrrar könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins um afstöðu landsmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið voru kynntar í nýjum þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun, á Stöð 2 í dag. 74,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að greidd verði atkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en 25,4 prósent vilja það ekki. Konur eru heldur hlyntari atkvæðagreiðslunni, eða 77 prósent borið saman við 72 prósent karla, en 28 prósent þeirra vilja ekki slíka atkvæðagreiðslu og 23 prósent kvenna vilja það ekki heldur. 65 til 85 prósent stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna vilja að kosið verði um viðræðurnar næsta vor. 85, prósent þeirra sem myndu kjósa Bjarta framtíð, 69 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, 65 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 81 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 66 prósent kjósenda Vinstri grænna og 84 prósent kjósenda Pírada.Stuðningurinn við atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna er svipaður eftir kjördæmum. Hann er 78 prósent í Reykjavík, 74 prósent í Norðvesturkjördæmi, 79 prósent í Norðausturkjördæmi, 67 prósent í Suðurkjördæmi þar sem hann er minnstur og 71 prósent í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri.En þótt mikill meirihluti sé hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um framhald viðræðna, eru aðeins 26 prósent hlynt aðild að Evrópusambandinu nú þegar, en anstæðingar aðildar sem lengst af hafa verið töluvert yfir helmingi kjósenda, eru nú í 49 prósentum og er afstaða kynjanna nokkuð jöfn.Stuðningurinn við aðild er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 10 prósent, 19 prósent Framsóknarmanna styðja aðild, 48 prósent kjósneda Bjartrar framtíðar, 58 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 20 prósent kjósenda Vinstri grænna og 47 prósent kjósenda Pírata vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Mín skoðun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira