Sport

Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar.
Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar. Vísir/Daníel
Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu.

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti karlmaðurinn á mótinu en hann vann alls þrjú gull á mótinu. Kolbeinn Höður tryggði sér sigur í öllum spretthlaupunum.

Kári Steinn Karlsson úr ÍR og Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH unnu bæði tvær greinar á mótinu, Sveinbjörg í grindarhlaupi og kúluvarpi en Kári Steinn í langhlaupum.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir Íslandsmeistara helgarinnar.

Íslandsmeistarar á MÍ í frjálsum íþróttum innanhúss 2014:

Hafdís Sigurðardóttir, UFA

60 metra hlaup - 7,58 sekúndur

200 metra hlaup - 24,21 sekúndur

400 metra hlaup - 54,32 sekúndur

Langstökk - 6,40 metrar

Þrístökk - 12,12 metrar

Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA

60 metra hlaup - 6,99 sekúndur

200 metra hlaup - 21,76 sekúndur

400 metra hlaup - 48,96 sekúndur

Kári Steinn Karlsson, ÍR

1500 metra hlaup - 3:53,67 mínútur

3000 metra hlaup - 8:26,34 mínútur

Sveinbjörg Zophoníasdóttir, FH

60 metra grindarhlaup - 8,92 sekúndur

Kúluvarp 13,37 metrar

Bjarki Gíslason, UFA

Þrístökk - 14,15 metrar

Bogey Ragnheiður Leósdóttir, ÍR

Stangarstökk - 3,60 metrar

Sindri Lárusson, ÍR

Kúluvarp 15,94 metrar

Mark W Johnson, ÍR

Stangarstökk - 4,80 metrar

Kristinn Torfason, FH

Langstökk - 7,26 metrar

Kristinn Þór Kristinsson, HSK/UMF.Selfoss

800 metra hlaup - 1:52,25 mínútur

Aníta Hinriksdóttir, ÍR

800 metra hlaup - 2:02,93 mínútur

Guðlaug Edda Hannesdóttir, Fjölnir

1500 metra hlaup - 4:54,76 mínútur

Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR

3000 metra hlaup - 10:36,84 mínútur

Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH

60 metra grindarhlaup - 8,88 sekúndur

Hreinn Heiðar Jóhannsson, Ármann

Hástökk - 1,97 metrar

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS

Hástökk - 1,66 metrar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×