Sport

Íslandmetin héldu gegn atlögu Anítu og Kolbeins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR.
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR. Vísir/Valli
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í sínum bestu greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum í dag. Þeim tókst hinsvegar ekki að bæta Íslandsmetin.

Aníta Hinriksdóttir kom í mark í 800 metra hlaupinu á 2:02,93 mínútum sem er hennar annar besti tími í greininni. Íslandsmet hennar er 2:01,81 mínútur frá 19. janúar síðastliðinnum.

Aníta náði þessum flotta tíma algjörlega án samkeppni en hún fékk mikla samkeppni á Reykjavíkurleikunum á dögunum þegar hún setti metið.

Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark í 200 metra hlaupi karla á 21,76  sekúndum og hafði þar betur í baráttunni við Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR sem kom í mark á 21,98 sekúndu. Kolbeinn var fyrir hlaupið með augun á Íslandsmeti Óla Tómasar Freyssonar sem hljóp á 21,65 sekúndum árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×