Erlent

Grunnskólanemendur í vettvangsferð meðal látinna

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sinabung hefur verið virkt frá árinu tvö þúsund og tíu en eldfjallið gaust síðast fyrir fjögur hundruð árum.
Sinabung hefur verið virkt frá árinu tvö þúsund og tíu en eldfjallið gaust síðast fyrir fjögur hundruð árum. MYND/AFP
Fimmtán hafa látist svo staðfest sé á svæðinu við eldfjallið Sinabung á Súmötru á Indónesíu sem gaus í gær, þar á meðal er hópur grunnskólabarna sem voru í vettvangsferð við rætur fjallsins.

Björgunarmenn að störfum við Sinabung.MYND/AFP
Björgunarmenn eru enn að störfum. Grunur leikur á að mun fleiri hafi fallið þegar þykkt öskuský lagðist yfir nærliggjandi byggðir en nokkur þorp eru svo gott sem án lífsmarks og grafin undir ösku.

Sinabung hefur verið virkt frá árinu tvö þúsund og tíu en eldfjallið gaust síðast fyrir fjögur hundruð árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×