Erlent

Boeing-þota máluð í stærsta málningarskýli heims

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Það tók 13 daga að fjarlægja málningu þotunnar og mála hana upp á nýtt.
Það tók 13 daga að fjarlægja málningu þotunnar og mála hana upp á nýtt.
Flugfélagið Emirates, sem er með bækistöðvar sínar í Dúbaí, rekur stærsta flugvélamálningarskýli í heiminum. Tugir starfsmanna vinna myrkranna á milli við að mála flugvélar félagsins og í fyrra fékk alls 21 flugvél yfirhalningu í skýlinu.

Í þessu skemmtilega myndbandi má sjá Boeing 777 farþegaþotu pússaða niður og málaða upp á nýtt. Um 30 starfsmenn unnu allan sólarhringinn og luku verkinu á 13 dögum. Verkið er sýnt á margföldum hraða og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×