Sport

Hafdís bætti sig í 400 metrunum eftir harða samkeppni frá Anítu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir og Aníta Hinriksdóttir í hlaupinu í dag.
Hafdís Sigurðardóttir og Aníta Hinriksdóttir í hlaupinu í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi
Hafdís Sigurðardóttir bætti sig aðra helgina í röð í 400 metra hlaupi innanhúss þegar hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í greininni í dag á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

Hafdís kom í mark á 54,34 sekúndum og var á tveimur hundraðshlutum betri tíma en á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. Hafdís hafði áður sett nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki og er því í miklum bætingaham í dag.

Hafdís fékk mikla keppni frá Anítu Hinriksdóttur í úrslitahlaupinu en Aníta kom í mark á 54,48 sekúndum. Þórdís Eva Steinsdóttir varð síðan þriðja á 56,05 sekúndum en hún er ekki orðin fjórtán ára gömul. 


Tengdar fréttir

Hafdís setti glæsilegt Íslandsmet í langstökki

Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×