Erlent

Brunnu til dauða í eldheitu öskuskýi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Vísir/AFP
Ellefu manns hafa látist út af eldgosi í Sinabung á Indónesíu. Gos hefur verið í fjallinu svo mánuðum skiptir en í dag spúði það eldheitu öskuskýi með fyrrgreindum afleiðingum.

Meðal hinna látnu eru börn sem voru í skoðunarferð, samkvæmt þarlendum yfirvöldum. Sinabung byrjaði að gjósa í september á seinasta ári eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár.

Um 30.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gossins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×