Erlent

Yfirvöldum bannað að beita mótmælendur ofbeldi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lögreglan andspænis mótmælendum í Bangkok.
Lögreglan andspænis mótmælendum í Bangkok. Vísir/AP
Dómstóll í Taílandi kvað í morgun upp þann úrskurð að stjórnvöld megi ekki brjóta gegn réttindum mótmælenda, þrátt fyrir neyðarlög sem sett voru í síðasta mánuði.

Ekki er ljóst hvaða áhrif dómsúrskurðinn hefur á handtökuskipanir, sem gefnar hafa verið út á hendur mótmælendum fyrir að brjóta ákvæði neyðarlaganna.

Úrskurðurinn er byggður nýlegum úrskurði annars dómstóls, sem komst að þeirri niðurstöðu að mótmælin hafi verið friðsamleg.

Fjölmenn hreyfing mótmælenda í Taílandi hafa mánuðum saman krafist þess að Yingluck Shinawatra forsætisráðherra segi af sér ásamt ríkisstjórn sinni.

Shinawatra boðaði til þingkosninga, sem haldnar voru í byrjun febrúar, en sigur hennar í þeim kosningum hefur engu breytt um að mótmælendur vilja enn að hún segi af sér.


Tengdar fréttir

Sökuð um ósmekklega framgöngu

Spillingaeftirlitið í Taílandi gerir athugasemd við þátt forsætisráðherrans í niðurgreiðslum til hrísgrjónabænda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×