Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“ Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Sjá meira
Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00