Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“ Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00