Erlent

Ákærðir fyrir morð áður en fórnarlambið lést

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Götusalinn Rashid Naeem var stunginn í austurhluta Lundúna á sunnudag.
Götusalinn Rashid Naeem var stunginn í austurhluta Lundúna á sunnudag. vísir/getty
Þrír táningspiltar í Lundúnum voru ákærðir fyrir morð á karlmanni áður en hann lést af sárum sínum.

Tveir drengjanna eru fjórtán ára og sá þriðji sextán ára og eru þeir sakaðir um að hafa stungið götusalann Rashid Naeem í austurhluta borgarinnar á sunnudag. Allir voru þeir ákærðir í morgun, en þá var Naeem enn á lífi. Hann lést svo af sárum sínum seinna um morguninn.

Talsmaður lögreglunnar lét hafa eftir sér í morgun að maðurinn væri enn á lífi en áverkarnir myndu leiða hann til dauða og því hefðu drengirnir verið ákærðir fyrir morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×