Erlent

Þeir sem borða grindhval virðast líklegri til að fá Parkinson´s

Mynd/hólmfríður helga sigurðardóttir
Hugmyndir eru komnar fram um að óvenju háa tíðni Parkinson-veiki í Færeyjum megi rekja til neyslu Færeyinga á hvalkjöti. María Skallum Petersen, sem starfar á rannsóknastofu Landspítalans í Þórshöfn greindi frá þessu á ráðstefnu í Tromsö nýverið.

Þar benti hún á að grindhvalir séu tannhvalir og borði því fisk, og fleira sem er miklu ofar í fæðukeðjunni en fæða skíðishvala, eins og til dæmis hrefnu. Kvikasilfur og PCB safnist fyrir í feitum fiskum og safnist svo upp í grindhvalnum, þegar hann étur þá.

Þegar neysluvenjur Parkinssons sjúklinga séu skoðaðar, komi í ljós að þeir hafi að jafnaði borðað sex sinnum meira að grindhvalskjöti en þeir heilbrigðu, þótt ekki sé útilokað að erfðaþættir spili líka inní.

Gjöldi Parkinssonssjúklinga á hverja hundrað þúsund íbúa í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Grænlandi er 81 til 115, en tíðnin í Færeyjum er umþaðbil tvöföld á við það. Ísland klemur í næsta sæti með 162 sjúklinga á hverja hundrað þúsund íbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×