Erlent

Skrautlegir búningar Abba tilkomnir vegna skattaákvæða

Jakob Bjarnar skrifar
Hinir ofurskrautlegu búningar sem hljómsveitin Abba klæddist þegar hún var og hét voru ekki einungis tilkomnir vegna tísku glamrokksins á 8. áratugnum heldur ekki síður vegna ákvæða í skattalöggjöf Svía.

Abba, sem var lengi ein helsta útflutningsgrein Svía, hvorki meira né minna, leitaði allra leiða til að sjá við ofurskattlagningu en í skattalöggjöfinni er kveðið svo á um að kostnað vegna sviðsbúninga megi draga frá, en þá aðeins að það liggi ljóst fyrir að ekki sé hægt að nota þann klæðnað á götum úti.

The Guardian greinir frá þessu og hefur þetta eftir Birni Ulvaeus, einum meðlima Abba-sveitarinnar, sem segir hreinskilnislega að þau líti út eins og fífl í þessum búningum. „Engin á þessum tíma var eins bjálfalega klæddur á sviði og við vorum,“ segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×