Erlent

Leitað að farþegaflugvél í Nepal

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
MYND/AFP
Óttast er um afdrif fimmtán flugfarþega og þriggja áhafnarmeðlima í farþegaflugvél frá Nepal Airlines. Greint er frá þessu á vefsíðu BBC. 



Flugvélin var á leið frá Pokhara til bæjarins Jumla sem eru 353 km vestur af höfuðborginni Kathmandu þegar flugumferðarstjórn missti samband við flugmanninn einungis 15 mínútum eftir flugtak. Vélin lagði af stað laust fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum staðartíma.

Allir farþegar eru frá Nepal nema einn sem er danskur.

Tvær björgunarþyrlur hafa verið sendar á svæðið en snúa þurfti við vegna veðurs.  Leit hefur því enn sem komið er, ekki borið árangur.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×