Byssan leggur niður vopnin Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 12:00 Ingvar Örn Ákason er hættur að þjálfa Morfíslið MÍ. visir/pjetur Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. Eins og Vísir greindi frá í gær var ræðulið Menntaskólans á Ísafirði sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppni Menntaskólanna, MORFÍs. „En nú er gott að setja pennann á hilluna, komin góð 10 ár af ræðuþjálfun og löngu orðið tímabært að einbeita sér að öllu hinu sem maður er að vinna að. Þessi tímaþjófur færist yfir á aðrar og betri hendur,“ segir Ingvar Örn, af mörgum þekktur undir viðurnefninu Byssan, í langri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. MA vann viðureignina en stjórn MORFÍs barst í framhaldinu kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Hafa beðist afsökunarÍ yfirlýsingu frá Menntaskólanum á Ísafirði voru hlutaðeigendur, og þá sérstaklega Eyrún Björg, beðin innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðuliðs MA. Þjálfari ræðuliðs MÍ er Ingvar Örn en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!,“ kom fram í yfirlýsingunni frá MÍ. Ingvar Örn hefur áður þjálfað Morfíslið sem hefur sýnt af sér ósmekklega hegðun. Árið 2008 birti liðsmaður Borgarholtsskóla nektarmynd af keppanda í liði FB í viðureign skólanna. Þá sagði Ingvar Örn í samtali við vefsíðu mbl að það hafa verið sameiginlega ákvörðun liðsins að nota myndina. „Við gerðum okkur kannski ekki grein fyrir alvöru málsins. Myndin var tekin af netinu og þ.a.l. er hún opinber en það réttlætir auðvitað ekki allt,“ segir Ingvar.Ingvar segir á í færslu sinni á samskiptamiðlinum í gær að það sem hafi gerst árið 2008 hafi verið slæmt og enn verra fyrir sálartetrið. „Mistök og dómgreindarleysi af hálfu þjálfara og liðsmanna. Þjálfarinn, ég, átti að vita betur enda þjálfari liðsins. Ræðukeppnin Morfís var að ég tel á mjög slæmum stað á þeim tíma. Ég ætla ekki að mála aðra út í horn en leikurinn var almennt kominn í algjört þrot, hjá mörgum a.m.k. Þessi skemmtilegi leikur sem svo margir höfðu gaman af. Þetta var komið út í öfgar, allir að reyna að skjóta á alla og maður tók þátt í öfgaleiknum, spilaði með. Sem var klárlega rangt af manni að gera og við sem lið gengum of langt. Ég leyfði þessu að ganga of langt.“ „Án þess að ætla að ýfa upp gömul sár varðandi atvikið 2008 þá lá það alltaf ljóst fyrir að nektin sem slík, sem nú er rædd aftur 6 árum síðar, var ekki sýnd enda var tilhugsunin ekki að niðurlægja einn né neinn. Liðsmenn ræðuliðsins höfðu gert myndina á A4 blaði þannig að ekkert sást sem ósæmilegt væri. Endurtek: það sást ekkert sem viðkomandi virtist sýna á upphaflegri mynd, krotað hafði verið yfir allt slíkt til að koma í veg fyrir það. Enda hefði það verið út úr öllu korti. Óháð því var þetta allt of öfgakennt samt sem áður og til marks um að liðið fór af sporinu undir minni stjórn. Sögusagnir fóru fljótt af stað um að við hefðum sett myndina í almenna dreifingu, stolið myndinni, sent hana á e-meilum manna á milli, sett á skjávarpa osfrv. Ekkert af þessu var rétt. En fjölmiðlar á þeim tíma höfðu ekki áhuga á því heldur bjuggu til frétt sem fólk vildi lesa.“ Ingvar Örn segir að hann og liðið hafi gert sér grein fyrir mistökunum á sínum tíma. „Ég trúi að liðsmenn mínir í dag sem höfðu þessi orð í garð kvenna geri sér grein fyrir mistökum sínum enda allir sammála um að þetta hafi ekki átt rétt á sér. Sumt ekki satt sem skrifað hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga en það virðist öllum vera sama. Ákveðinn og yfirgengilegur dónaskapur af hálfu liðsins átti sér stað sem ekki er hægt að taka til baka heldur geta allir sem að þessu koma eingöngu iðrast. Sum orðanna sem látin voru falla voru ekki í því samhengi sem sagt var í fjölmiðlum og annað misskilið og mistúlkað.“Átti að taka alfarið fyrir þetta Ingvar vill að það komi skýrt fram að ekkert af umræddum orðum komu frá honum sem þjálfara né sem manneskju. „Mér urðu samt á mistök við að taka ekki alfarið fyrir þetta og þar fría ég mig ekki ábyrgð. Ég held samt og vona að það sé langflestum ljóst að ég hata ekki konur, hvorki þá né núna. Ég veit líka að liðsmenn ræðuliðs MÍ hata ekki heldur konur. Ég hef lagt líf og sál mína að veði í þessa ræðuþjálfun, lagt mig fram um að vera heiðarlegur og hef verið tengdur liðum sem fóru alla leið og unnu og svo þjálfað sjálfur einn míns liðs ræðulið sem fór alla leið í úrslit. Ég tel mig hafa unnið gott starf með þá mýmörgu sem ég hef þjálfað og hjálpað í þessu. En nú er gott að setja pennann á hilluna, komin góð 10 ár af ræðuþjálfun og löngu orðið tímabært að einbeita sér að öllu hinu sem maður er að vinna að. Þessi tímaþjófur færist yfir á aðrar og betri hendur. Ég óska eftir því að allir sem komu að þessu máli fái nú frið til að sinna sínum verkefnum í sínu eigin lífi og ég ítreka hamingjuóskir mínar og afsökunarbeiðni til liðsmanna MA sem eru með flott ræðulið og gott starf í gangi þar að venju. Það átti enginn að vera lítilsvirtur enda á þetta að vera þessi skemmtilegi leikur sem svo margir hafa (eða amk höfðu) gaman af. Með vinsemd og virðingu.“ Ingvar tekur nú þátt í hæfileikakeppninni Ísland got talent á Stöð2 en hann komst áfram í keppninni eftir að hafa heillað dómnefndina með uppistandi sínu. Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. Eins og Vísir greindi frá í gær var ræðulið Menntaskólans á Ísafirði sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppni Menntaskólanna, MORFÍs. „En nú er gott að setja pennann á hilluna, komin góð 10 ár af ræðuþjálfun og löngu orðið tímabært að einbeita sér að öllu hinu sem maður er að vinna að. Þessi tímaþjófur færist yfir á aðrar og betri hendur,“ segir Ingvar Örn, af mörgum þekktur undir viðurnefninu Byssan, í langri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. MA vann viðureignina en stjórn MORFÍs barst í framhaldinu kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Hafa beðist afsökunarÍ yfirlýsingu frá Menntaskólanum á Ísafirði voru hlutaðeigendur, og þá sérstaklega Eyrún Björg, beðin innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðuliðs MA. Þjálfari ræðuliðs MÍ er Ingvar Örn en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!,“ kom fram í yfirlýsingunni frá MÍ. Ingvar Örn hefur áður þjálfað Morfíslið sem hefur sýnt af sér ósmekklega hegðun. Árið 2008 birti liðsmaður Borgarholtsskóla nektarmynd af keppanda í liði FB í viðureign skólanna. Þá sagði Ingvar Örn í samtali við vefsíðu mbl að það hafa verið sameiginlega ákvörðun liðsins að nota myndina. „Við gerðum okkur kannski ekki grein fyrir alvöru málsins. Myndin var tekin af netinu og þ.a.l. er hún opinber en það réttlætir auðvitað ekki allt,“ segir Ingvar.Ingvar segir á í færslu sinni á samskiptamiðlinum í gær að það sem hafi gerst árið 2008 hafi verið slæmt og enn verra fyrir sálartetrið. „Mistök og dómgreindarleysi af hálfu þjálfara og liðsmanna. Þjálfarinn, ég, átti að vita betur enda þjálfari liðsins. Ræðukeppnin Morfís var að ég tel á mjög slæmum stað á þeim tíma. Ég ætla ekki að mála aðra út í horn en leikurinn var almennt kominn í algjört þrot, hjá mörgum a.m.k. Þessi skemmtilegi leikur sem svo margir höfðu gaman af. Þetta var komið út í öfgar, allir að reyna að skjóta á alla og maður tók þátt í öfgaleiknum, spilaði með. Sem var klárlega rangt af manni að gera og við sem lið gengum of langt. Ég leyfði þessu að ganga of langt.“ „Án þess að ætla að ýfa upp gömul sár varðandi atvikið 2008 þá lá það alltaf ljóst fyrir að nektin sem slík, sem nú er rædd aftur 6 árum síðar, var ekki sýnd enda var tilhugsunin ekki að niðurlægja einn né neinn. Liðsmenn ræðuliðsins höfðu gert myndina á A4 blaði þannig að ekkert sást sem ósæmilegt væri. Endurtek: það sást ekkert sem viðkomandi virtist sýna á upphaflegri mynd, krotað hafði verið yfir allt slíkt til að koma í veg fyrir það. Enda hefði það verið út úr öllu korti. Óháð því var þetta allt of öfgakennt samt sem áður og til marks um að liðið fór af sporinu undir minni stjórn. Sögusagnir fóru fljótt af stað um að við hefðum sett myndina í almenna dreifingu, stolið myndinni, sent hana á e-meilum manna á milli, sett á skjávarpa osfrv. Ekkert af þessu var rétt. En fjölmiðlar á þeim tíma höfðu ekki áhuga á því heldur bjuggu til frétt sem fólk vildi lesa.“ Ingvar Örn segir að hann og liðið hafi gert sér grein fyrir mistökunum á sínum tíma. „Ég trúi að liðsmenn mínir í dag sem höfðu þessi orð í garð kvenna geri sér grein fyrir mistökum sínum enda allir sammála um að þetta hafi ekki átt rétt á sér. Sumt ekki satt sem skrifað hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga en það virðist öllum vera sama. Ákveðinn og yfirgengilegur dónaskapur af hálfu liðsins átti sér stað sem ekki er hægt að taka til baka heldur geta allir sem að þessu koma eingöngu iðrast. Sum orðanna sem látin voru falla voru ekki í því samhengi sem sagt var í fjölmiðlum og annað misskilið og mistúlkað.“Átti að taka alfarið fyrir þetta Ingvar vill að það komi skýrt fram að ekkert af umræddum orðum komu frá honum sem þjálfara né sem manneskju. „Mér urðu samt á mistök við að taka ekki alfarið fyrir þetta og þar fría ég mig ekki ábyrgð. Ég held samt og vona að það sé langflestum ljóst að ég hata ekki konur, hvorki þá né núna. Ég veit líka að liðsmenn ræðuliðs MÍ hata ekki heldur konur. Ég hef lagt líf og sál mína að veði í þessa ræðuþjálfun, lagt mig fram um að vera heiðarlegur og hef verið tengdur liðum sem fóru alla leið og unnu og svo þjálfað sjálfur einn míns liðs ræðulið sem fór alla leið í úrslit. Ég tel mig hafa unnið gott starf með þá mýmörgu sem ég hef þjálfað og hjálpað í þessu. En nú er gott að setja pennann á hilluna, komin góð 10 ár af ræðuþjálfun og löngu orðið tímabært að einbeita sér að öllu hinu sem maður er að vinna að. Þessi tímaþjófur færist yfir á aðrar og betri hendur. Ég óska eftir því að allir sem komu að þessu máli fái nú frið til að sinna sínum verkefnum í sínu eigin lífi og ég ítreka hamingjuóskir mínar og afsökunarbeiðni til liðsmanna MA sem eru með flott ræðulið og gott starf í gangi þar að venju. Það átti enginn að vera lítilsvirtur enda á þetta að vera þessi skemmtilegi leikur sem svo margir hafa (eða amk höfðu) gaman af. Með vinsemd og virðingu.“ Ingvar tekur nú þátt í hæfileikakeppninni Ísland got talent á Stöð2 en hann komst áfram í keppninni eftir að hafa heillað dómnefndina með uppistandi sínu.
Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33
Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34