Breivik ætlar í hungurverkfall - Vill nýja tölvuleiki Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. febrúar 2014 17:50 Breivik segir dvölina í norskum fangelsum vera eins og helvíti. Andres Breivik hefur hótað því að fara í hungurverkfall. Hann er ósáttur við aðbúnað í þeim tveimur fangelsum sem hann afplánar dóm sinn í, Ila-fangelsið í grennd Osló og Skein-fangelsinu í suð-austurhluta Noregs. Hann er til dæmis mjög ósáttur með leikjatölvuna sem hann hefur aðgang að. Hann vill Playstation 3 en ekki Playsatation 2. Hann er líka ofboðslega þreyttur á því lélega úrvali tölvuleikja sem honum stendur til boða. „Aðrir fangar mega spila leiki fyrir fullorðna. En ég þarf að spila leiki eins og Raymond Revolution, sem er fyrir þriggja ára börn,“ segir Breivik í bréfi sem hann skrifaði fangelsismálayfirvöldum í Noregi. Hann vill einnig fá hægindastól í fangaklefann sinn, betri aðstöðu utandyra auk þess sem hann biður um um tólf þúsund krónur í vikupening. Hann þarf á peningum að halda til þess að borga undir mikinn fjölda bréfa sem hann sendir frá sér. Grannt er fylgst með bréfaskrifum hans og allur póstur sem hann sendir eða honum berst er skoðaður gaumgæfilega. „Ég vil fá almennilega PC-tölvu en ekki þessa ónýtu ritvél frá 1873,“ segir hann enn fremur í bréfinu. Hann lýsir aðstæðum sem hann býr við sem helvíti. „Þið hafið sent mig í algjört helvíti og ég mun ekki lifa lengi. Þegar Noregi verður stýrt af fasistum, eftir 13 ár eða eftir 40 ár þá munu ákveðnir aðilar gjalda fyrir meðferðina á mér,“ fullyrðir fanginn í hótunarstíl. Breikvík myrti 77 manns þann 22. júlí 2011, átta í sprengingu í Osló og 69 manns – mestmegnis unglinga – á Útey. Í bréfinu sem hann sendi frá sér, dagsett þann 29. janúar, segist hann ætla að vera í hungurverkfallinu þar til meðferðin á honum skáni. „Ég mun ekki hætta í verkfallinu fyrr en dómsmálaráðherran Anders Anundsen og yfirmaður fangelsismála koma almennilega fram við mig.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Andres Breivik hefur hótað því að fara í hungurverkfall. Hann er ósáttur við aðbúnað í þeim tveimur fangelsum sem hann afplánar dóm sinn í, Ila-fangelsið í grennd Osló og Skein-fangelsinu í suð-austurhluta Noregs. Hann er til dæmis mjög ósáttur með leikjatölvuna sem hann hefur aðgang að. Hann vill Playstation 3 en ekki Playsatation 2. Hann er líka ofboðslega þreyttur á því lélega úrvali tölvuleikja sem honum stendur til boða. „Aðrir fangar mega spila leiki fyrir fullorðna. En ég þarf að spila leiki eins og Raymond Revolution, sem er fyrir þriggja ára börn,“ segir Breivik í bréfi sem hann skrifaði fangelsismálayfirvöldum í Noregi. Hann vill einnig fá hægindastól í fangaklefann sinn, betri aðstöðu utandyra auk þess sem hann biður um um tólf þúsund krónur í vikupening. Hann þarf á peningum að halda til þess að borga undir mikinn fjölda bréfa sem hann sendir frá sér. Grannt er fylgst með bréfaskrifum hans og allur póstur sem hann sendir eða honum berst er skoðaður gaumgæfilega. „Ég vil fá almennilega PC-tölvu en ekki þessa ónýtu ritvél frá 1873,“ segir hann enn fremur í bréfinu. Hann lýsir aðstæðum sem hann býr við sem helvíti. „Þið hafið sent mig í algjört helvíti og ég mun ekki lifa lengi. Þegar Noregi verður stýrt af fasistum, eftir 13 ár eða eftir 40 ár þá munu ákveðnir aðilar gjalda fyrir meðferðina á mér,“ fullyrðir fanginn í hótunarstíl. Breikvík myrti 77 manns þann 22. júlí 2011, átta í sprengingu í Osló og 69 manns – mestmegnis unglinga – á Útey. Í bréfinu sem hann sendi frá sér, dagsett þann 29. janúar, segist hann ætla að vera í hungurverkfallinu þar til meðferðin á honum skáni. „Ég mun ekki hætta í verkfallinu fyrr en dómsmálaráðherran Anders Anundsen og yfirmaður fangelsismála koma almennilega fram við mig.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira