Erlent

Vilja mismunandi þurrmjólk fyrir drengi og stúlkur

Samúel Karl Ólason skrifar
Næringarefni í brjóstamjólk eru mismunandi eftir kyni barnsins.
Næringarefni í brjóstamjólk eru mismunandi eftir kyni barnsins. Vísir/GVA
Móðurmjólk inniheldur mismunandi magn af næringarefnum, eftir því hvort barnið sé strákur eða stúlka. Vísindamenn segja að framleiða eigi sérstaka þurrmjólk fyrir drengi annarsvegar og stúlkur hinsvegar.

Frá þessu er sagt á vef Guardian.

Tilraunir á mjólk úr bæði öpum og manneskjum sýna að mikill munur geti verið á magni fitu, próteinefna, sykurs, málmefna og hormóna í brjóstamjólk. Vísindamenn grunar að mjólkin sé sniðin eftir kyni barnsins.

„Við höfum góða ástæðu til að horfa á „eitt fyrir alla“ þurrmjólkina með efasemdum,“ sagði Katie Hinde, vísindamaður við Harvard háskóla. „Drengir og stúlkur hafa mismunandi þróunarferla og ef þau fá ekki þá næringu sem þau þurfa, er þróun þeirra ekki ákjósanleg.“

Þó segir hún einnig að mikla vinnu þurfi enn, til að skilja hvernig móðurmjólkin er mismunandi eftir kyni barnsins og einnig af hverju næringarefnin hafa mismunandi áhrif á börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×