Formúla 1

Formúlan getur tapað virðingu sinni

Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki Formúlunnar.
Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki Formúlunnar. Vísir/Getty
Jacques Villeneuve, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, hefur áhyggjur af íþróttinni og segir hana eiga í hættu að tapa virðingu aðdáenda sinna.

Villeneuve er mikið á móti DRS-kerfinu og þeirri ákvörðun að tvöfalda stig keppenda eftir lokamót hvers tímabils.

„Ég skil ekki Formúlu 1 nú til dags,“ segir þessi 42 ára fyrrverandi heimsmeistari sem er einn þriggja manna sem orðið hefur heimsmeistari í Formúlu 1, Indycar-keppninni og Indy 500.

Honum finnst reglubreytingarnar sem gerðar hafa verið í Formúlu 1 síðan hann hætti að keyra árið 2006 ekki hjálpa íþrótinni.

„Þegar þú ert byrjaður á þessu er erfitt að hætta. Það verður að alltaf að bæta við reglum,“ segir Villeneuve.

DRS-kerfið var kynnt til sögunnar árið 2011 en með því átti að auka framúrakstur í Formúlunni og gera hana meira spennandi fyrir áhorfendur.

„Hvað kemur næst? Formúla verður bara óraunverulegri með þessum reglubreytingum og í stað þess að þær hafi jákvæð áhrif tapar íþróttin virðingu aðdáenda sinna,“ segir Jacques Villeneuve.


Tengdar fréttir

Breyttar aðstæður í Formúlu 1

Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×