Erlent

Annar gíraffi að nafni Maríus mögulega aflífaður

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Gíraffinn Maríus sem aflífaður var á mánudag.
Gíraffinn Maríus sem aflífaður var á mánudag. vísir/afp
Aflífun gíraffans Maríusar í dýragarðinum í Kaupmannahöfn hefur valdið miklu fjaðrafoki, en hann var hlutaður niður í návist fjölmiðla og gesta dýragarðsins. Nú hefur annar danskur dýragarður sagst mögulega þurfa að aflífa gíraffa og vill svo undarlega til að sá gíraffi heitir einnig Maríus.

Talsmaður Jyllands Park Zoo segir Maríus vera sjö ára gamlan kynblending sem hafi það ágætt í dýragarðinum, en þar býr hann ásamt öðrum karlkyns gíraffa. Forsvarsmenn dýragarðsins hafa hins vegar áhyggjur af því að til átaka komi á milli gíraffanna þegar kvenkyns gíraffi bætist í hópinn.

Dýragarðurinn mun fá sex mánaða fyrirvara áður en kvendýrið kemur og þá verður reynt að finna nýtt heimili fyrir Maríus. Gangi það ekki eftir mun hann verða aflífaður.


Tengdar fréttir

Mikil reiði eftir að gíraffinn Marius var aflífaður

Dýraverndunarsinnar eru æfir eftir að dýragarðurinn í Kaupmannahöfn ákvað að aflífa 18 mánaða heilbrigðan gíraffa. Dýragarðurinn taldi sig knúinn til að aflífa gíraffann vegna plássleysis og hættu á innræktun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×