Það er Hafnarfjarðarslagur í undanúrslitum Coca Cola bikars karla. Dregið var í undanúrslit í karla- og kvennaflokki nú rétt áðan.
Konurnar spila undanúrslitin fimmtudaginn 27. febrúar en karlarnir daginn eftir. Úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardeginum. Úrslit yngri flokka fara fram á sunnudeginum.
Undanúrslit karla:
ÍR - Afturelding
Haukar - FH
Undanúrslit kvenna:
Stjarnan - Grótta
Haukar - Valur