Erlent

Bann við hjónaböndum samkynhneigðra afnumið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP Nordic
Bann við hjónaböndum samkynhneigðra í Virginíuríki í Bandaríkjunum samræmist ekki stjórnarskrá landsins. Alríkisdómari í ríkinu hefur úrskurðað á þessa leið, en þó hefur úrskurðurinn ekki tekið gildi og mögulegt er að honum verði áfrýjað.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Þetta er í fyrsta sinn sem bann sem samþykkt hefur verið af kjósendum er snúið við í suðuríkjunum. Hjónabönd samkynhneigðra eru leyfileg í 17 ríkjum Bandaríkjanna, þá með löggjöf, dómstóla eða atkvæðagreiðslu.

Úrskúrður Arenda Wright Allen dómara kemur í kjölfar málaferla samkynhneigðs pars. Dómarinn var sammála parinu um að bannið bryti á stjórnarskrár vörðum rétti þeirra og grundvallar frelsi þeirra að geta ganga í hjónaband. Gert er ráð fyrir að málið, eða annað svipað, fari á endanum fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.

Virginía er fyrsta ríkið af gömlu sambandsríkjunum, sem talin eru mjög afturhaldssöm, þar sem banni við hjónaböndum samkynhneigðra er fellt niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×