Erlent

Vélmenni sem vinna eins og termítar

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Harvard
Vélmenni sem líkja eftir hegðun skordýra voru nýlega kynnt af vísindamönnum við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Vélmennin vinna ekki ósvipað termítum og gætu í framtíðinn verið notuð til að byggja veggi úr sandpokum, til varnar flóðum, og jafnvel verið notuð til byggingar á Mars.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Vélmennin ganga undir nafnin Termes, eftir termítum, og geta smíðað turna og píramída úr kubbum. Þau geta einnig smíðað tröppur svo þau nái hærra. Teymið á bakvið smíði vélmennanna fékk hugmyndina frá termítabúum þar sem dýrin vinna eins og ein heild.

Vélmennin voru hönnuð til að líkja eftir hegðun termíta og vinna saman án miðstjórnar. Gallinn við miðstýrð kerfi er sá að bregðist stýringin hrynji allt kerfið saman. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem vélmenni eru látin vinna saman í þrívíðu rými.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×