Sport

Keppinautur Anítu hætt við þátttöku í 800 metra hlaupinu

Mary Cain er heimsmethafi unglinga í míluhlaupi.
Mary Cain er heimsmethafi unglinga í míluhlaupi. Vísir/AFP
Aníta Hinriksdóttir keppir á stærsta innanhúss frjálsíþróttamóti Bandaríkjanna um helgina.

Mótið heitir Millrose-leikarnir og hafa verið haldnir í 100 ár. Frá 1914-2011 fóru þeir fram í Madison Square Garden í hafa nú verið færðir í annað sögufrægt íþróttahús í New York.

Mikil eftirvænting ríkir fyrir 800 metra hlaupi kvenna þar sem þrír efnilegustu hlauparar heims áttu taka þátt.

Það eru Aníta okkar Hinriksdóttir, heims- og Evrópumeistari ungmenna, og bandarísku stúlkurnar AjeeWilson og MaryCain.

En nú hefur Cain dregið sig úr keppni í 800 metra hlaupinu og ætlar að einbeita sér að míluhlaupi. Hún setti einmitt heimsmet unglinga í þeirri vegalengd í janúar.

Cain hefði barist við Anítu um sigurinn á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri á síðasta ári hefði hún kosið að taka þátt. Þess í stað fór hún á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu.

Þar komst Cain í úrslit og endaði í 10. sæti en hún varð jafnframt yngsti keppandi Bandaríkjanna í sögunni til að taka þátt á heimsmeistaramóti fullorðinna í frjálsíþróttum.

Aníta, Wilson hin jamaíska NatoyGoule munu því væntanlega berjast um sigurinn í New York á laugardaginn.

Wilson hefur hlaupið 800 metrana best á 1:58,21 mínútu en Íslandsmet Anítu í greininni er 2:00,49 mínútur. Goule á einnig betri tíma en Aníta, 1:59,33 mínúta.

Heimasíða mótsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×