Erlent

Hjálparstarfsfólk aftur komið til Homs

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Frá borginni Homs í Sýrlandi.
Frá borginni Homs í Sýrlandi. Nordicphotos/AFP
Vopnahlé stjórnarhersins og uppreisnarmanna í borginni Homs í Sýrlandi á að renna út á miðnætti í kvöld, en verið er að reyna að fá því framlengt.

Hjálparstarfsfólk hélt aftur inn í borgina í dag með bílfarma af matvælum og öðrum lífsnauðsynjum handa íbúum borgarinnar, sem hafa verið innikróaðir vegna harðra átaka þar svo mánuðum og jafnvel árum skiptir.

Jafnframt er verið að hefjast handa við að flytja íbúa burt úr gamla miðbænum. Um eða yfir þúsund manns eru þar ennþá innikróaðir, en á föstudaginn tókst að ferja hundruð manna burt eftir að samdist um vopnahlé. Margir þeirra voru illa haldnir af vannæringu og þurftu að komast undir læknishendur án tafar.

Sýrlensk stjórnvöld hafa tekið hundruð karla til yfirheyrslu strax eftir að þeir komust frá borginni, og aðeins litlum hluta þeirra hefur verið sleppt aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×