Erlent

Segja notagildi skimunar eftir brjóstakrabbameini ofmetið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Rannsakendurnir segja að í rauninni séu það fordómar sem halda leitinni óbreyttri.
Rannsakendurnir segja að í rauninni séu það fordómar sem halda leitinni óbreyttri.
Konur ættu að vera upplýstari um raunverulegt notagildi skimunar vegna brjóstakrabbameins sem framkvæmdar eru með brjóstamyndavélum. Frá þessu greina læknar og rannsakendur í breska læknatímaritinu British Medical Journal.

Þeir vísa til rannsóknar sem gerð var í Kanada á árunum 1960 til 1980 en rannsóknin er ein sú stærsta og nákvæmasta sem gerð hefur verið um skimun brjóstakrabbameina. 90 þúsund konur tóku þátt í rannsókninni.

Niðurstaða rannsóknarinnar er í raun sú að menn hafa ofmetið notagildi brjóstaleitar með myndavélum. Rannsakendurnir segja að í rauninni séu það fordómar sem halda leitinni óbreyttri.

Skimunin geti valdið konum skaða í einhverjum tilvikum. Þó skimunin hafi notagildi sé vandamálið við hana að margar konur greinast með sjúkdóma sem eru óskaðlegir og þurfi ekki meðhöndlun. Í raun þurfi ein af hverjum fimm konum sem greinast ekki á neinni meðhöndlun að halda.

Í þeim tilvikum þar sem sjúkdómurinn er óskaðlegur er hætta á yfirmeðhöndlun og greiningin og meðferðin í kjölfar hennar veldur konunum óþarfa kvíða og áhyggjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×