Erlent

Þjófur stal fartölvu og Ofurmennið gerði ekkert

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ofurmennið var þrátt fyrir allt saman til í að veita lögreglumönnunum leiðsögn sína.
Ofurmennið var þrátt fyrir allt saman til í að veita lögreglumönnunum leiðsögn sína.
Ofurmennið og Svarthöfði fylgdust með en gerðu ekkert þegar karlmaður braut rúður lögreglubíls og stal fartölvu við Hollywood Boulevard í Los Angeles.

Maðurinn öskraði „Ég elska Jesús“ og braut rúður bílsins en karlmenn klæddir eins og Ofurmennið og Svarthöfði stóðu skammt frá og sáu allt sem gerðist. Myndatökumaðurinn Victor Vargas var einnig á staðnum þar sem hann vann við gerð heimildaþáttar um ástarfíkn, og náði hann atvikinu á myndband og gerði lögreglu viðvart.

Lögreglumenn komu á vettvang skömmu síðar og handtóku þjófinn en Ofurmennið var spurt hvers vegna það hefði ekki reynt að stöðva hann. „Það er ekki í mínum verkahring að skipta mér af,“ sagði hann við Vargas.

Myndband af þessu undarlega atviki má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×