Cristiano Ronaldo steinlá eftir að fá kveikjara í höfuðið í leik Real Madrid gegn Atlético í gærkvöldi.
Ronaldo var á leið til búningsklefa í hálfleik þegar einhver vanstilltur áhorfandi ákvað að negla kveikjaranum í Portúgalann.
Hann þurfti á aðhlynningu að halda en hélt áfram leik og gekk frá Atlético-mönnum með tveimur mörkum úr vítaspyrnum.
Real vann fyrri leik liðanna í bikarnum, 3-0, og fór liðið því áfram í úrslitaleikinn, samanlagt 5-0.
Atlético Madrid má búast við harðri refsingu frá spænska knattspyrnusambandinu vegna gjörða áhorfandans.
Kveikjara kastað í Ronaldo úr stúkunni | Myndband
Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti