Erlent

Aðdáendur Michael Jackson kærðu lækni stórstjörnunnar og unnu

Baldvin Þormóðsson skrifar
Aðdáendur Micheal Jackson tóku dauða stjörnunnar mjög nærri sér.
Aðdáendur Micheal Jackson tóku dauða stjörnunnar mjög nærri sér. visir/getty
Aðdáendahópurinn Michael Jackson Samfélagið vann nýverið dómsmál í Frakklandi vegna tilfinningalegs skaða sem aðdáendurnir sögðust hafa orðið fyrir í kjölfar dauða Michaels árið 2009. Þessu greinir fréttavefur The Guardian frá.

Franskir dómstólar úrskurðuðu að hver aðdáendanna fimm fengu 1 evru greidda frá hinum kærða, Conrad Murray, lækni Michaels sem útvegaði honum sterk deyfingarlyf sem á endanum drógu stjörnuna til dauða.

Conrad Murray sat inni í tvö ár vegna málsins, en hann var dæmdur í Bandaríkjunum fyrir manndráp af gáleysi.

Franskir dómstólar sögðu að aðdáendurnir fimm hefðu náð að sanna þann tilfinningalega skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna málsins.

Ég veit ekki til þess að mál af þessum toga, sem varðar tilfinningalegan skaða í kjölfar dauða stórstjörnu hafi nokkurntímann ratað inn í dómssál áður og unnið. sagði Emmanuel Ludot, lögmaður aðdáendahópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×