Menning

Illa fengin listaverk

Ugla Egilsdóttir skrifar
Heimili Cornelius Gurlitt í Salzburg.
Heimili Cornelius Gurlitt í Salzburg. Getty Images.
Sextíu verk til viðbótar hafa fundist á dvalarstað listaverkasafnarans Cornelius Gurlitt í Salzburg. Í október síðastliðnum fannst fjöldi listmuna á heimili hans í Munchen. Fjöldi listaverkanna er óstaðfestur, en er líklega á annað þúsund. Cornelius er sonur listaverkasafnara frá nasistatímanum að nafni Hildebrand Gurlitt.

Talið er að listaverkin séu illa fengin. Því er haldið fram að gyðingar hafi átt listaverkin en verið neyddir til að selja verkin til að flýja Þýskaland, ellegar hafi söfn þurft að losa sig við verkin vegna þess að nasistum þótti þau úrkynjuð.

Meðal verka sem fundust í Salzburg eru málverk eftir Picasso, Monet og Renoit. Listfræðingar grufla nú í safninu og reyna að átta sig á því hvort nasistar hafi komist yfir þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×