Erlent

Staðfest að 77 fórust í flugslysi í Alsír

Frá Alsír.
Frá Alsír. Vísir/AP
77 fórust þegar herflugvél fórst í austanverðu Alsír í dag, skammt frá bænum Oum El Bouaghi. Fyrr í dag var talið að tala þeirra látnu væri 103 en í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu í Alsír kemur fram að staðfestur fjöldi sé 77.

Fréttir herma að um borð í vélinni hafi verið hermenn og fjölskyldur þeirra. Veðurskilyrði voru slæm og sjónarvottar segja vélina hafa rekist í fjallshlíð áður en hún hrapaði til jaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×