Erlent

Hörð mótmæli gegn Bosníustjórn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Krefjast afsagnar stjórnarinnar.
Krefjast afsagnar stjórnarinnar. Vísir/AP
„Þeir nota alltof mikinn tíma í að kenna hver öðrum um í staðinn fyrir að líta í eigin barm,” segir Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, um ráðamenn í Bosníu. Hann segir þá hafa trassað að fara út í efnahagsumbætur.

Afleiðingin er sú að almenningur hefur streymt út á götur dag eftir dag að krefjast afsagnar stjórnarinnar. EUObserver skýrir frá þessu.

Landlæg spilling, innbyrðis deilur ráðamanna og 40 prósent atvinnuleysi hefur orðið til þess að fjölmenn mótmæli hafa brotist út, bæði í höfuðborginni Sarajevó og víðar um landið.

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, segir ástandið ýta við Evrópusambandinu, sem nú þurfi að bregðast við og hjálpa Bosníu við að fá aðild að ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×