Erlent

„Það var gríðarleg hálka og ég reyndi að hægja á bifreiðinni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þrír létust í hörðum árekstri rútu og flutningabíls í Sokna í Noregi seint í gærkvöldi.
Þrír létust í hörðum árekstri rútu og flutningabíls í Sokna í Noregi seint í gærkvöldi. mynd/skjáskot af vef NRK
Þrír létust í hörðum árekstri rútu og flutningabíls í Sokna í Noregi seint í gærkvöldi. Ellefu er slasaðir en ökumaður flutningabílsins er í norskum miðlum sagður vera íslendingur, fæddur árið 1954.

Hann er grunaður um gáleysislegan akstur og hefur verið yfirheyrður af lögreglu, að því er greint er frá á vefsíðu norska ríkisútvarpsins.

Fimm mínútum síðar ók önnur vörubifreið að slysstaðnum  og lenti einnig á rútunni. Guðjón var ökumaður í þeirri vörubifreið og ekki er talið að hann hafi ekið gáleysislega. Íslendingar voru því ökumenn í báðum vörubifreiðunum sem umræðir.

„Það var gríðarlega mikil hálka og ég reyndi hvað ég gat að hægja á bifreiðinni, en allt kom fyrir ekki,“ segir Guðjón Guðmundsson, ökumaður vörubifreiðar sem lenti í árekstri í Noregi í gærkvöldi í samtali við NRK.

„Þetta gerðist svo skyndilega og áður en ég viss af var bifreiðin komin á hliðina.“

„Við vorum fastir í bílnum í stutta stund og lögreglan var komin á staðinn fljótlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×