Erlent

ESB harmar ákvörðun Svisslendinga

Talsmenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segjast harma niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss í gær þar sem samþykkt var naumlega að setja skorður á fjölda þeirra íbúa í ESB sem mega flytja til Sviss.

Þetta þýðir að tvíhliða samningur Sviss og ESB um frjálsa för fólks er þverbrotinn og frá Brussel berast nú þær fregnir að þar á bæ sú menn að skoða afleiðingarnar.

Svisslendingar eru eins og Íslendingar fyrir utan Evrópusambandið en hafa með tvíhliða samningum innleitt mikið af regluverki sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×