Erlent

Vatnið í Thames vex og vex

Mynd/AP
Stórfljótið Thames í Englandi, sem meðal annars rennur í gegnum höfuðborgina Lundúni, er nú í miklum vexti og mælist vatnshæðin víða meiri en nokkru sinni áður. Sjö alvarlegar flóðaviðvaranir eru í gildi þar sem hún hlykkjast í gegnum Berkshire og Surrey og telur lögregla að um 2500 heimili í Surrey séu í bráðri hættu.

Miklar rigningar eru ástæða vatnshæðarinnar og þrátt fyrir að veðurspár séu hagstæðar í dag er enn talinn hætta á vatnavöxtum þar sem rigningarvatnið er enn að berast með ánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×