Framhaldsskólanemar uggandi um sinn hag Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 19:26 Verkfallsboðun framhaldsskólakennara var samþykkt í dag. Til stendur að verkfallið hefjist sautjánda mars, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Framhaldsskólanemar eru uggandi um sinn hag. „Það væri alveg ömurlegt að missa svona mikið úr skólanum. Ef það verður af verkfallinu verður skólinn líka líklega fram í júní og það setur stórt strik í reikniginn þegar maður ætlar sér að nota sumarið í að vinna svo ég geti borgað skólagjöld og annað,“ segir Soffía Birgitta Birgisdóttir, nemandi á öðru ári í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Álfdís Helga Þórsdóttir skólasystir hennar tekur í sama streng. „Ég er í verklegu námi og maður þarf á kennurum að halda í verklegum áföngum. Ég er að gera lokaverkefni og get ekki gert það upp á eigin spýtur svo það myndi koma sér mjög illa fyrir mig ef það kæmi verkfall. Ég vil líka geta útskrifast á réttum tíma“ segir hún. Mikill meirihluti samþykkti að fara í verkfall eða 87,6%. 10% voru andvígir. Kjaraviðræður kennara við ríkið hafa staðið yfir síðan í desember. Enn ber mikið á milli samninganefndar framhaldsskólakennara og ríkisins en ríkið býðst til að mæta 17% launahækkunarkröfu kennara með 2,8% hækkun. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólakennara segist hvorki vera svartsýn né bjartsýn á að samningar náist í tæka tíð. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Verkfallsboðun framhaldsskólakennara var samþykkt í dag. Til stendur að verkfallið hefjist sautjánda mars, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Framhaldsskólanemar eru uggandi um sinn hag. „Það væri alveg ömurlegt að missa svona mikið úr skólanum. Ef það verður af verkfallinu verður skólinn líka líklega fram í júní og það setur stórt strik í reikniginn þegar maður ætlar sér að nota sumarið í að vinna svo ég geti borgað skólagjöld og annað,“ segir Soffía Birgitta Birgisdóttir, nemandi á öðru ári í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Álfdís Helga Þórsdóttir skólasystir hennar tekur í sama streng. „Ég er í verklegu námi og maður þarf á kennurum að halda í verklegum áföngum. Ég er að gera lokaverkefni og get ekki gert það upp á eigin spýtur svo það myndi koma sér mjög illa fyrir mig ef það kæmi verkfall. Ég vil líka geta útskrifast á réttum tíma“ segir hún. Mikill meirihluti samþykkti að fara í verkfall eða 87,6%. 10% voru andvígir. Kjaraviðræður kennara við ríkið hafa staðið yfir síðan í desember. Enn ber mikið á milli samninganefndar framhaldsskólakennara og ríkisins en ríkið býðst til að mæta 17% launahækkunarkröfu kennara með 2,8% hækkun. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólakennara segist hvorki vera svartsýn né bjartsýn á að samningar náist í tæka tíð.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira