Innlent

Segir ummæli Hildar dæma sig sjálf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórdís Kjartansdóttir.
Þórdís Kjartansdóttir. Vísir/Valli
„Ég var að sjá þessi ummæli í fyrsta skipti í dag og er algjörlega slegin yfir þeim,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Notandinn NöttZ, sem Hildur Lilliendahl hefur gengist undir að vera, hafði ófögur orð um Þórdísi á samskiptamiðlinum Bland.is árið 2010. Páll Hilmarsson, eiginmaður Hildar, notaði einnig aðganginn. Sagði notandinn Þórdísi meðal annars vera réttdræpa.

Um ein af fjölmörgum grófum ummælum er að ræða sem Hildur og Páll bera ábyrgð á. Þórdís hafði aldrei heyrt af ummælunum fyrr en fréttir voru fluttar af þeim í gærkvöldi.

„Þau eru frá konu sem ég hitti í eitt skipti árið 2009 án þess að nokkurt framhald yrði þar á,“ segir Þórdís við Vísi.

„Öll hennar ummæli eru á það lágu plani að þau dæma sig sjálf og ég lýsi furðu minni á því að ábyrgir fjölmiðlar skuli gera sér fréttamat úr þessu þar sem ég er nafngreind.“

Hildur hvatti einnig til þess að Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, yrði barin. Þá voru ófögur orð rituð um Svein Andra Sveinsson, hæstaréttarlögmann.

Hildur sagðist í samtali við Vísi í gær aldrei hafa sagst vera einhver engill. Þá kom fram í Fésbókarfærslu hennar í gær að hún myndi líklega senda frá sér yfirlýsingu þegar öldurnar myndu lægja.

Ekki hefur náðst í Hildi í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.


Tengdar fréttir

„Ég kenni bara í brjósti um hana“

NöttZ, notendanafn Hildar Lilliendahl, sagðist vilja drepa hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson með hamri á samskiptamiðlinum Bland.is árið 2010.

„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“

"Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld.

Afsökunarbeiðni frá eiginmanni Hildar

Páll Hilmarsson, eiginmaður Hildar Lilliendahl, hefur birt afsökunarbeiðni á bloggsíðu sinni vegna ummæla sem voru til umfjöllunar í Kastljósi í gærkvöldi.

Femínismi er meira en Hildur Lilliendahl

„Þetta sýnir það einmitt að það sem þú setur á internetið það er á internetinu og það fer ekkert. Það er eins gott að passa sig“, segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínista.

Sagði lýtalækni réttdræpan

Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×