Boðað er til mótmæla á Austurvelli á morgun, laugardag, og er það fimmti dagur mótmæla.
Tæplega 1400 manns hafa boðað komu sína á viðburðinn. Krafist er þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Austurvöll síðastliðna daga til þess að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram.
16,5% kosningabærra manna, eða rúmlega 40 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að leita þjóðarviljans og leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga.
Aftur boðað til mótmæla
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
