Erlent

Egypski herinn gerir sig að athlægi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Tækjabúnaðurinn sem egypski herinn segir að lækni alnæmi.
Tækjabúnaðurinn sem egypski herinn segir að lækni alnæmi. Vísir/AP
Egypski herinn fullyrti í gær að vísindamenn á hans vegum hafi fundið upp tækjabúnað, sem bæði greinir og læknar fólk af alnæmisveirunni AIDS.

Þessar fullyrðingar hafa engan veginn þótt trúverðugar. Sérfræðingar segja erlendum fjölmiðlum að engar sannfærandi rannsóknir á tækinu hafi verið birtar opinberlega.

Yfirmenn í egypska hernum kynntu Abdel Fatteh el Sissi herforingja og Adlí Mansúr forseta tækjabúnaðinn í gær. Myndband frá kynningunni hefur birst á netinu og verið dreift víða á samfélagsmiðlum, í flestum tilvikum hernum og ríkisstjórn hans til háðungar.

Þetta kemur fram rétt í þann mund sem el Sissí, sem er varnarmálaráðherra í bráðabirgðastjórn Egyptalands og æðsti yfirmaður hers landsins, undirbýr tilkynningu um forsetaframboð sitt.

Herinn steypti réttkjörnum forseta landsins, Mohammed Morsí, af stóli síðastliðið sumar. Efnt verður til forsetakosninga í vor og þingkosninga síðar á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×