Erlent

Vændiskaup ólögleg í Evrópu

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Vændiskaup er enn löglegt í Hollandi og víðar.
Vændiskaup er enn löglegt í Hollandi og víðar. VÍSIR/Getty
Evrópuþingið hefur samþykkt skýrslu Mary Honeyball. Þá er tekinn ákvörðun um að stefna þingsins sé sú að vændi er ofbeldi gegn þeim sem selja aðgang að líkama sínum. Hvort sem þeir eru tilneyddir eða ekki. Þar með séu vændiskaup ólöglegt.

Skýrsluna byggir Honeyball á hinni svokölluðu norrænu leið sem fyrst var tekin upp í Svíþjóð. Samkvæmt henni er þeim sem kaupa vændi eða selja aðgang að líkama annarra hegnt. Konum og körlum sem selja aðgang að líkama sínum eða eru þvinguð í kynlífssölu er hlíft.

„Þetta er ánægjulegur sigur fyrir okkur og okkar hugmyndafræði. Þeim mun meiri sigur vegna þess að umræðan hefur nýlega gengið í öfuga átt. Til dæmis hjá Amnesty International og hjá UN Women. Þar hafa verið uppi hugmyndir um að gefa vændi frjálst“, sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta í viðtali við Vísi. „Það þarf að minnka eftirspurn eftir vændi og norræna leiðin er árangursrík.“

Enn hafa ekki neinar lagalegar breytingar orðið í löndum Evrópu en nú hefur stefnan verið tekin. Vændi er til að mynda löglegt í Hollandi og Þýskalandi.

Honeyball telur að mansal þrífist þar sem að vændi sé lögleitt. Meira má lesa um ákvörðun þingsins hjá The Guardian.



Erindi Mary Honeyball fyrir Evrópuþinginu má sjá á heimasíðu hennar.


Tengdar fréttir

Þekktir og valdamiklir menn kaupa vændi

„Skömmin er þeirra - skömmin er ekki okkar,“ segir íslensk kona sem starfaði í vændi hér á landi um nokkra ára skeið. Hún telur fráleitt að þeir sem kaupa sér vændi séu ekki nafngreindir.

Íslenskir feður kaupa vændi fyrir syni sína

Kona á miðjum aldri sem fór að stunda vændi fyrir nokkrum árum verður í viðtali við í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Konan er nú hætt og segist aldrei ætla að selja líkama sinn aftur.

Vændi er staðreynd á Íslandi

Nauðsynlegt er að umræðan um aukinn kynlífsiðnað sé tekin upp í þjóðfélaginu en ekki að henni sé strax stungið undir borðið og flokkuð sem annars flokks málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×