Erlent

Neitunarvaldi beitt gegn lögum um samkynhneigð

VÍSIR/AFP
Ríkisstjórinn í Arizona í Bandaríkjunum hefur ákveðið að beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að umdeilt frumvarp sem samþykkt var á ríkisþinginu, verði að lögum.Frumvarpið gerði verslunareigendum kleift að neita samkynhneigðu fólki um afgreiðslu, á grundvelli trúarskoðana sinna.Ríkisstjórinn, Jan Brewer, segir að lögin hefðu haft neikvæðar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir ríkið en lagasetningin hefur vakið mikla athygli víða um heim.Frumvarpið var sett fram af íhaldsmönnum á þingi og var því ætlað að vernda trúarskoðanir íbúa ríkisins. Brewer, segist hinsvegar ekki þekkja eitt einasta dæmi frá Arizona þar sem troðið hafi verið á trúarskoðunum verslunareigenda, og því væru lögin ónauðsynleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×