Platan Superunknown fagnar tuttugu ára afmælinu á árinu og í því tilefni hefur sveitin ákveðið að endurútgefa hana í sumar. Um er að ræða endurhljóðblandaða útgáfu sem inniheldur mikið góðgæti.
Á plötunni er að finna lög á borð við Black Hole Sun og Spoonman sem sveitin hlaut Grammy-verðlaun fyrir en platan hefur selst í meira en fimm milljónum eintaka í Bandaríkjunum.