Tónlist

Soundgarden leikur Superunknown í heild sinni

Soundgarden leikur plötuna Superunknown í heild sinni.
Soundgarden leikur plötuna Superunknown í heild sinni. visir/getty
Hljómsveitin Soundgarden hefur ákveðið að leika fimmföldu platínu plötuna sína, Superunknown í heild sinni á iTunes-hátíðinni. Hátíðin fer fram Austin í Texas-fylki í Bandaríkjunum í marsmánuði. Coldplay, Pitbull, Keith Urban, Imagine Dragons, Zedd, Willie Nelson og London Grammar koma einnig fram á hátíðinni.

Platan Superunknown fagnar tuttugu ára afmælinu á árinu og í því tilefni hefur sveitin ákveðið að endurútgefa hana í sumar. Um er að ræða endurhljóðblandaða útgáfu sem inniheldur mikið góðgæti.

Á plötunni er að finna lög á borð við Black Hole Sun og Spoonman sem sveitin hlaut Grammy-verðlaun fyrir en platan hefur selst í meira en fimm milljónum eintaka í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.