Gerardo Martino, stjóri Barcelona, hefur verið dæmdur í eins leiks en hann var rekinn af velli í leik sinna manna gegn Real Sociedad um helgina.
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mun dómari leiksins hafa getið þess í skýrslu sinni að Martino hafi kallað aðstoðarþjálfara Real Sociedad hálfvita.
„Þú ert hálfviti! Þú varst til vandræða um daginn og svo aftur í dag,“ var haft eftir Martino í skýrslu Fernandez Borbalan, dómara leiksins.
Í dag var það svo staðfest að Martino myndi missa af leik Börsunga gegn Almeria um helgina.
Barcelona tapaði leiknum fyrir Real Sociedad, 3-1, en Real Madrid trónir nú á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með þriggja stiga forystu á Barcelona og Atletico Madrid.
Fékk bann fyrir að úthúða aðstoðarþjálfara

Tengdar fréttir

Barcelona missteig sig í Baskalandi
Spánarmeistararnir þremur stigum á eftir Real Madrid eftir óvænt tap gegn Sociedad.