Erlent

Tala látinna nemenda í Nígeríu hækkar

Árdis Ósk Steinarsdóttir skrifar
Síðasta árás hópsins var gerð í síðustu viku. Um 115 manns létust og var eyðileggingin á svæðinu gríðarleg. Rúmlega 1500 byggingar skemmdust og um 400 ökutæki eyðilögð.
Síðasta árás hópsins var gerð í síðustu viku. Um 115 manns létust og var eyðileggingin á svæðinu gríðarleg. Rúmlega 1500 byggingar skemmdust og um 400 ökutæki eyðilögð. visir/afp
59 grunnskólanemendur í heimavistarskólanum í Yohe fylki í Norðaustur-Nigeríu voru myrtir af herskáum hópi múslima sem kallar sig Boko Haram eða „Vestræn menntun er syndug.

Nemendur voru skotnir niður og skólinn brenndur  til grunna. Þessu greinir The Guardian frá.

Í fyrstu var talið að tala látinna væri 29 eins og vísir greindi frá í gær en nú hefur Bala Ajiya, forsvarsmaður spítalans í Damaturu, sagt töluna vera 59. „Fleiri lík hafa komið inn en stjórnvöld greindu frá. Þau hafa fundist í skógarrjóðri þar sem særðir nemendur reyndu að flýja en létust af skotsárum sínum.“

Hermenn Boko Haram hafa áður gert slíka árás á skóla. Í júní síðastliðnum gerðu þeir árás í nærliggjandi þorpi í Mamudo þar sem 22 nemendur létu lífið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×