Erlent

Steinn á aldur við jörðu

VÍSIR/AFP
Rannsóknir hafa leitt í ljós að Sirkonsteinn sem fannst á búgarði í Vestur-Ástralíu sé elsti hlutur sem fundist hefur fyrr og síðar. Smh greinir frá þessu.

Vísindamenn notuðu tvær mismunandi aðferðir til þess að greina aldur steinsins. Í ljós kom að steinninn er um 4,4 milljarða ára gamall. Steinninn ber ummerki þess að vera hluti af leifum frá myndun jarðskorpunnar.

Til þess að greina aldur steinsins notuðu vísindamenn tækni sem byggist á því að greina geislavirkni í frumefni steinsins, úraníum, sem síðan er leitt í steinefnasýni og aldur steinsins ákvarðaður út frá því.

Sumir vísindamenn telja þessa aðferð þó ekki nægilega nákvæma vegna hugsanlegrar hreyfingar blýs innan kristalsins. Önnur og háþróaðri aðferð var því notuð í seinna skipti rannsóknarinnar. Sú tækni skilgreinir öll einstök atóm innan blýsins í kristalnum og ákvarða þannig massa atómanna. Þessi tækni staðfesti aldur steinsins og í ljós kom að steinninn er 4,4 milljarða gamall.

Jörðin sjálf myndaðist fyrir 4,5 milljörðum ára og myndaðist skorpa hennar stuttu síðar sem er enn að myndast víðsvegar um heiminn af völdum eldvirkni.

Steinninn var dreginn upp úr klöpp árið 2001 í Jack Hills svæðinu í Ástralíu.

Steinninn er örsmár og mælist hann einugis brot úr millimetra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×