Erlent

Norðmenn draga úr þróunaraðstoð til Úganda

Bjarki Ármannsson skrifar
Yoweri Museveni hefur mátt sæta mikillar gagnrýni alþjóðasamfélagsins vegna lagasetningunnar.
Yoweri Museveni hefur mátt sæta mikillar gagnrýni alþjóðasamfélagsins vegna lagasetningunnar. Vísir/AFP
Norska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún ætlar sér ekki að greiða út 50 milljónir norskra króna, um 950 milljónir íslenskra króna, í þróunaraðstoð til Úganda í mótmælaskyni við ný lög sem herða refsingu við samkynhneigð. 

Á fréttavefnum The Local kemur fram að Norðmenn hafa undanfarin ár greitt um 400 milljónir norskra króna á ári í þróunaraðstoð til Úganda, sem gerir um sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. 

Ákvörðun stjórnvalda um að skera niður þróunaraðstoð til ríkisins kemur í kjölfar þeirra tíðinda að Yoweri Museveni, forseti Úganda, samþykkti í gær ný lög sem gera lífstíðarfangelsi að þyngstu refsingu gegn „síendurtekinni samkynhneigð.“ Einnig er með nýju lögunum orðið lögbrot að tilkynna ekki samkynhneigða til lögreglu.

Í frétt The Local kemur fram að Danir ætli sér einnig að draga úr þróunaraðstoð til Úganda um sem nemur rétt rúmlega milljarði íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag, hafa nokkrir íslenskir þingmenn lagt fram þverpólítíska tillögu þess efnis að hagræða þróunaraðstoð Íslendinga til Afríkuríkisins. Vilja þeir að framlag til samtaka samkynhneigðra þar í landi verði stóraukið.


Tengdar fréttir

„Ógeðslegt fólk“

„Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu.

Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði

"Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra.

Birti lista með nöfnum samkynhneigðra

Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×