Erlent

Telja eftirlýstan barnaníðing geta verið á Íslandi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Neil Stammer, bandarískur maður sem alríkislögreglan í Bandaríkjunum telur barnaníðing gæti verið á Íslandi. Stammer hvarf frá Nýju Mexíkó fyrir 14 árum síðan þegar rannsókn á meintum brotum hans var í gangi.

„Alríkislögreglan segir að hann sé mjög líklega í Evrópu. Líklegast á Íslandi, í Þýskalandi eða Hollandi. Þar myndi hann án efa notað annað nafn en sitt rétta. Þessu hélt alríkislögreglumaðurinnRus Wilson fram við fréttamiðilinn KOB í Nýju Mexíkó.

Stammer er töframaður og griplari (e. juggler). Alríkislögreglan segir Stammer hafa áttað sig á því að börn elska sirkus atriði og hann hafi nýtt sér hæfileika sína til þess að lokka börn til sín.

Á árunum 1997 til 1999 sögðu nokkur börn frá því að Stammer hefði nauðgað þeim. Stammer vann á þessum tíma í verslun sem seldi vörur til töfravörur og þar komst hann í kynni við börn sem heimsóttu verslunina.

Lögreglan hóf að rannsaka Stammer og hann var meðal annars handtekinn. Árið 2000 sagði hann vinum sínum að lögreglan hefði fallið frá rannsókninni og hann ætlaði sér í langt frí. Síðan hefur ekkert sést til hans.

Alríkislögreglan vonast til þess að umfjöllun um Stammer verði til þess að þeir sem þekkja hann í sjón segi til hans. Mikilvægt sé að hann finnist.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem fjallað er um mál Stammer. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×